Tindastóll vann í dag öruggan 3:0-sigur á ÍBV er liðin mættust í Akraneshöllinni í 2. riðli Lengjubikars kvenna í fótbolta.
María Dögg Jóhannesdóttir kom Tindastóli yfir með fyrsta marki fyrri hálfleiks á 34. mínútu. Eyjakonur skoruðu sjálfsmark á 68. mínútu og bandaríski markahrókurinn Murielle Tiernan gulltryggði þriggja marka sigur á 72. mínútu.
Stjarnan er í toppsæti riðilsins með níu stig eftir þrjá leiki og Breiðablik í öðru með sex eftir tvo leiki. ÍBV, Keflavík og Tindastóll eru öll með þrjú stig. Afturelding rekur lestina, án stiga.