ÍBV fór illa með FH

Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði tvö.
Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði tvö. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍBV vann 5:1-stórsigur á FH er liðin mættust í Lengjubikar karla í fótbolta í Skessunni í dag.

ÍBV byrjaði með látum og Eiður Aron Sigurbjörnsson, Hermann Þór Ragnarsson og Sverrir Páll Hjaltested skoruðu allir á fyrstu 21 mínútunni.

Oliver Heiðarsson minnkaði muninn fyrir FH á 29. mínútu, en Eiður Aron sá til þess að ÍBV færi með 4:1-forskot í hálfleikinn, er hann gerði sitt annað mark á 44. mínútu. FH-ingar skoruðu sjálfsmark á 80. mínútu og þar við sat.

Breiðablik og FH eru í tveimur efstu sætum riðils 2 með sex stig hvort. Breiðablik hefur leikið þrjá leiki og FH fjóra. ÍBV var að leika sinn fyrsta leik í keppninni og er með þrjú stig, eins og Selfoss og Leiknir úr Reykjavík, en tvö síðastnefndu liðin hafa leikið þrjá leiki hvort.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert