FH vann mjög öruggan sigur á KR, 4:0, þegar liðin mættust í deildabikar kvenna í fótbolta, Lengjubikarnum, í Skessunni í Hafnarfirði í kvöld.
Berglind Freyja Hlynsdóttir kom FH yfir strax á 3. mínútu og staðan var 1:0 í hálfleik. KR-ingar skoruð sjálfsmark snemma í síðari hálfleik og Shaina Ashouri skoraði svo um miðjan síðari hálfleik. Staðan var þá 3:0 og unglingalandsliðskonan Elísa Lana Sigurjónsdóttir innsiglaði síðan sigurinn með marki undir lokin.
FH fékk þar með sín fyrstu stig í riðlinum eftir tvö töp en KR er án stiga eftir þrjá leiki.