Knattspyrnumaðurinn Logi Tómasson hefur framlengt samning sinn við uppeldisfélag sitt Víking úr Reykjavík.
Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu en samningurinn er til næstu tveggja ára og gildir út keppnistímabilið 2025.
Logi, sem er 22 ára gamall, á að baki 72 leiki í efstu deild með Víkingum og FH en hann varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2021.
Þá hefur hann þrívegis orðið bikarmeistari með Víkingum, árin 2019, 2021 og 2022.
Logi var orðaður við lettneska fyrstudeildarfélagið Riga á dögunum en Víkingar höfnuðu tilboði lettneska félagsins.