Aftur til Akureyrar frá Feneyjum

Aron Ingi Magnússon í leik með Þór á síðasta tímabili.
Aron Ingi Magnússon í leik með Þór á síðasta tímabili. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Knattspyrnumaðurinn Aron Ingi Magnússon er kominn aftur til liðs við Þór á Akureyri eftir átta mánaða dvöl hjá ítalska  félaginu Venezia.

Aron Ingi er 18 ára gamall og hefur skorað eitt mark í átján leikjum fyrir Þór í 1. deildinni á undanförnum tveimur tímabilum en hann var lánaður til Venezia í Feneyjum síðasta sumar og þar spilaði hann með U19 ára liði félagsins. Aron á að baki fjóra leiki með 21-árs landsliði Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert