Knattspyrnumaðurinn Birkir Bjarnason æfði í vikunni með norska úrvalsdeildarfélaginu Viking.
Það er norski miðillinn Dagsavisen sem greinir frá þessu en Birkir, sem er 34 ára gamall, er samningsbundinn Adana Demirspor í Tyrklandi út yfirstandandi keppnistímabil.
Birkir hóf meistaraflokksferil sinn í Noregi með Viking en fótbolti.net greinir frá því að Birkir hafi fengið frí í nokkra daga til þess að heimsækja fjölskyldu sína sem búsett er í Noregi.
Miðjumaðurinn var ekki í leikmannahóp Adana Demirspor gegn Umraiyespor í deildinni í lok febrúar en næstu leikur liðsins er gegn Trabzonspor á sunnudaginn kemur.
Birkir, sem er leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi með 113 landsleiki, verður að öllum líkindum í landsliðshóp Íslands sem mætir Bosníu og Liechtenstein í undankeppni EM 2024 á útivelli í þessum mánuði en landsliðshópurinn verður tilkynntur á miðvikudaginn kemur.