Kvennalið Þróttar í Reykjavík hefur fengið liðsauka frá Bandaríkjunum fyrir komandi keppnistímabil í fótboltanum.
Mikenna McManus, 23 ára varnarmaður, er komin til liðs við Þróttara en hún var í röðum atvinnuliðsins Chicago Red Stars á síðasta tímabili og lék einn leik með liðinu í bandarísku NWSL-deildinni en var ónotaður varamaður í 15 leikjum liðsins.
Fram að því lék hún með Northeastern-háskólanum í bandarísku háskóladeildinni.