Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U19 ára landsliðs karla í knattspyrnu, hefur valið átján manna hóp fyrir milliriðlakeppni Evrópumótsins þar sem Ísland leikur á Englandi gegn Englendingum, Tyrkjum og Ungverjum síðar í þessum mánuði.
Þar er barist um eitt sæti í lokakeppni EM sem fer fram á Möltu í júlí.
Athygli vekur að Kristian Nökkvi Hlynsson, leikmaður Ajax, sem hefur verið í stóru hlutverki í 21-árs landsliðinu og var markahæsti leikmaður þess á síðasta ári, er í íslenska hópnum. Hann hefur lítið tekið þátt í leikjum með U19 enda var honum kippt nánast beint úr U17 ára landsliðinu upp í 21-árs liðið.
Þá eru í liðinu þeir Orri Steinn Óskarsson, sem er í láni hjá SönderjyskE frá Köbenhavn, og Logi Hrafn Róbertsson úr FH en þeir hafa einnig talsverða reynslu af 21-árs landsliðinu.
Íslenska liðið varð í öðru sæti í fyrri undanriðli keppninnar í haust, á eftir Rúmeníu en á undan Georgíu og Króatíu.
Sex af átján piltum í hópnum leika með erlendum félagsliðum en hópurinn er þannig skipaður:
Markverðir:
Lúkas Jóhannes Petersson - Hoffenheim
Halldór Snær Georgsson - Fjölnir
Aðrir leikmenn:
Kristian Nökkvi Hlynsson - Ajax
Ágúst Orri Þorsteinsson - Breiðablik
Daníel Freyr Kristjánsson - Midtjylland
Logi Hrafn Róbertsson - FH
Þorsteinn Aron Antonsson - Fulham
Arnar Daníel Aðalsteinsson - Grótta
Arnar Númi Gíslason - Grótta
Haukur Andri Haraldsson - ÍA
Ingimar Stöle Thorbjörnsson - KA
Adolf Daði Birgisson - Stjarnan
Eggert Aron Guðmundsson - Stjarnan
Guðmundur Baldvin Nökkvason - Stjarnan
Sigurbergur Áki Jörundsson - Stjarnan
Orri Steinn Óskarsson - Sönderjyske
Hilmir Rafn Mikaelsson - Tromsö
Hlynur Freyr Karlsson - Valur
Gísli Gottskálk Þórðarson - Víkingur R.
Bjarni Guðjón Brynjólfsson - Þór