Snýr aftur til Akureyrar úr Kópavogi

Karen María Sigurgeirsdóttir verður aftur í búningi Þórs/KA í ár.
Karen María Sigurgeirsdóttir verður aftur í búningi Þórs/KA í ár. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Knattspyrnukonan Karen María Sigurgeirsdóttir er gengin til liðs við Þór/KA á nýjan leik eftir að hafa leikið með Breiðabliki frá haustinu 2021.

Karen er uppalin á Akureyri en gekk til liðs við Breiðablik þegar Íslandsmótinu 2021 lauk og lék með liðinu í Meistaradeild Evrópu fram í desember og síðan allt tímabilið 2022.

Hún er 21 árs gömul og lék 17 af 18 leikjum Breiðabliks á síðasta tímabili en samtals hefur hún leikið 78 leiki í efstu deild og skorað í þeim 13 mörk. Karen hefur spilað einn A-landsleik og þrettán leiki með yngri landsliðum Íslands.

Karen er samningsbundin Breiðabliki út tímabilið 2024 og hefur verið lánuð í Þór/KA.

Karen María Sigurgeirsdóttir í leik með Breiðabliki gegn Kharkiv í …
Karen María Sigurgeirsdóttir í leik með Breiðabliki gegn Kharkiv í Meistaradeild Evrópu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert