Eyjamenn í efsta sæti

Breki Ómarsson í leik með ÍBV.
Breki Ómarsson í leik með ÍBV. mbl.is/Kristinn Magnússon

ÍBV vann útisigur á Selfossi, 2:0, í Lengjubikar karla í knattspyrnu á JÁVERK-vellinum á Selfossi kvöld. 

Breki Ómarsson setti bæði mörk Eyjamanna, það fyrra á 24. mínútu og það síðara á 65. 

Þessi úrslit þýða það að Eyjamenn eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í riðli 2 og fara í hreinan úrslitaleik gegn Breiðablik um hvort liðið mætir KA í undanúrslitum. Sá leikur fer fram á Kópavogsvelli næsta þriðjudag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert