Víkingur fær sekt en stigin standa

Víkingar fá 50.000 króna sekt.
Víkingar fá 50.000 króna sekt. Hákon Pálsson

Knattspyrnufélagið Víkingur úr Reykjavík fékk í dag 50.000 króna sekt frá KSÍ fyrir að hafa „ranglega fyllt leikskýrslu“ í sigri liðsins á Stjörnunni, 2:1, í Lengjubikar karla 16. febrúar síðastliðinn. 

Stjarnan kærði Víking til KSÍ eftir að Jochum Magnússon, markvörður, kom inn fyrir Ingvar Jónsson, en hann var ekki á leikskýrslu Víkings fyrir leik.

Stjarnan krafðist þess að Stjörnunni yrði dæmdur sigur í leik liðanna sem fram fór þann 16. febrúar síðastliðinn í Lengjubikar meistaraflokks karla.  Stjarnan taldi að Víkingur hefði "ranglega fyllt út leikskýrslu leiksins með vísvitandi hætti".  Víkingar aftur á móti kröfðust þess á málinu yrði vísað frá aga- og úrskurðarnefnd.

Í yfirlýsingu frá KSÍ segir að: „Úrslit í leik Stjörnunnar og Víkings R. í Lengjubikarkeppni karla, sem fram fór þann 16. febrúar 2023, skulu standa óhögguð. Staðfest er sekt Víkings R. að upphæð kr. 50.000, sem félaginu var úrskurðuð 23. febrúar 2023.“

Þessi úrskurðun þýðir það að nú er staðfest að Víkingur vinnur riðil 3 og fer í undanúrslit Lengjubikarins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert