Fyrirliðinn framlengir í Árbænum

Ragnar Bragi Sveinsson.
Ragnar Bragi Sveinsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði knattspyrnuliðs Fylkis, hefur skrifað undir nýjan samning við liðið sem gildir til ársins 2025.

Ragnar er á 29. aldursári og uppalinn í Fylki. Hann hefur leikið allan sinn feril með liðinu ef frá er talið hálft tímabil með Víkingi. Í heildina á hann 182 leiki fyrir félagið og 23 mörk.

Fylkir er nýliði í Bestu deild karla en liðið vann Lengjudeildina síðasta sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert