Ekki jafn alvarlegt og í fyrstu var talið

Katrín Ásbjörnsdóttir gekk til liðs við Breiðablik síðasta haust.
Katrín Ásbjörnsdóttir gekk til liðs við Breiðablik síðasta haust. Ljósmynd/Breiðablik

Knattspyrnukonan Katrín Ásbjörnsdóttir verður frá næstu fjórar til sex vikurnar eftir að hafa meiðst á hné í leik með Breiðabliki gegn Stjörnunni í deildabikarnum á dögunum.

Þetta tilkynnti hún á Instagram í dag en í fyrstu var talið að hún hefði slitið krossband í leiknum.

Katrín, sem er þrítug, gekk til liðs við Breiðablik frá Stjörnunni síðasta haust og verður hún í stóru hlutverki í Kópavoginum á komandi keppnistímabili.

„Hefði ekki getað fengið betri niðurstöðu,“ sagði Katrín á Instagram.

„Krossbönd heil og aðeins tognað liðband og smá beinmar,“ bætti Katrín við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert