Bikarmeistararnir með fullt hús stiga

Logi Tómasson skoraði í kvöld.
Logi Tómasson skoraði í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Víkingur úr Reykjavík vann alla fimm leiki sína í 3. riðli deildabikars karla í knattspyrnu, Lengjubikarnum, en liðið heimsótti Aftureldingu að Varmá í kvöld.

Leiknum lauk með þægilegum sigri Víkinga, 3:0, en það voru þeir Logi Tómasson, Arnór Borg Guðjohnsen og Nikolaj Hansen sem skoruðu mörk bikarmeistaranna.

Víkingur, sem var komið áfram í undanúrslit keppninnar fyrir leik kvöldsins, mætir Val í undanúrslitum keppninnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert