Ein sú efnilegasta komin í Val

Ísabella Sara Tryggvadóttir í leik með U17 ára landsliðinu.
Ísabella Sara Tryggvadóttir í leik með U17 ára landsliðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísabella Sara Tryggvadóttir, unglingalandsliðskona úr KR, er gengin til liðs við Íslands- og bikarmeistara Vals.

Ísabella Sara er aðeins 16 ára gömul en hún lék sextán leiki fyrir KR í Bestu deild kvenna á síðasta ári og skoraði tvö mörk. Þá hefur hún skorað átta mörk í 22 leikjum með U17 ára landsliði Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert