Haley Berg, bandarísk knattspyrnukona, er komin til liðs við Val frá Nordsjælland í Danmörku.
Haley er 24 ára framherji sem lék níu leiki með Nordsjælland fyrri hluta yfirstandandi tímabils í dönsku úrvalsdeildinni. Hún var áður á mála hjá Houston Dash í bandarísku atvinnudeildinni, án þess þó að ná að spila deildarleik með liðinu, og hún lék fyrir nokkrum árum með U18 ára landsliði Bandaríkjanna.