Í leik Grindavíkur og Fram í B-deild deildabikar kvenna í knattspyrnu, Lengjubikarnum, í gærkvöldi kom mikill fjöldi ungra leikmanna við sögu.
Samtals tóku á annan tug táninga þátt í leiknum og var til að mynda elsti leikmaður Grindavíkur aðeins 22 ára gamall, fyrirliðinn Viktoría Sól Sævarsdóttir.
Enginn leikmanna var þó jafn ungur og Natalía Nótt Gunnarsdóttir, sem kom inn á sem varamaður í liði Grindavíkur fimm mínútum fyrir leikslok.
Natalía Nótt er fædd árið 2010 og er því aðeins tólf ára gömul. Verður hún raunar ekki 13 ára fyrr en í október.
Má því teljast ljóst að Natalía Nótt eigi framtíðina fyrir sér enda lék hún í gær gegn leikmönnum sem voru allt að 22 árum eldri en hún.
Var um fyrsta meistaraflokksleik Natalíu Nóttar að ræða.
Leiknum lauk með afar öruggum 6:0-sigri Grindavíkur, en bæði lið leika í næstefstu deild, 1. deildinni, á komandi tímabili.
My Daughter Natalía Nótt Gunnarsdóttir born 2010, 12 years old came on the last 10 mins for the seniors in her first game.
— KOP ICE (@kopice86) March 17, 2023
Girls she was playing against were 5-20 years older than her.
She did really well and was unlucky not to get an assist. pic.twitter.com/wSZa3lIqqK