Albert Guðmundsson heldur áfram að spila vel á Ítalíu en hann skoraði tvö mörk í útisigri Genoa á Brescia, 3:0, í ítölsku B-deildinni í fótbolta í dag.
Genoa-menn leiddu 1:0 í hálfleik þökk sé marki Anthony Salcedo. Í seinni hálfleik bætti svo Albert við tveimur mörkum, á 71. mínútu og í uppbótartíma. Genoa er í öðru sæti deildarinnar með 56 stig, og líklegt til að fara upp í A-deildina.
Eins og flestum er kunnugt þá er Albert ekki í landsliðshópi Arnars Þórs Viðarssonar fyrir komandi verkefni gegn Bosníu og Hersegóvínu og Liechtenstein en mikil umræða hefur skapast í kringum það.