Valur er kominn í úrslit deildabikars karla í fótbolta eftir sigur á Víkingi úr Reykjavík, 1:0, á Víkingsvelli í dag.
Sigurmarkið skoraði Birkir Heimisson á fyrstu mínútu uppbótartíma. Þá datt boltinn fyrir hann í teignum og hann náði að hæla knöttinn í netið á listilegan hátt og tryggði í leiðinni Val í úrslit.
Enn hafa Valsmenn ekki fengið á sig mark í deildabikarnum og munu þeir mæta annaðhvort KA eða ÍBV í úrslitaleiknum.