Sævar Atli Magnússon, sóknarmaður Lyngby, var tekinn af leikvelli eftir þungt höfuðhögg í leik liðsins gegn Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Sævar fékk skurð á ennið og sauma þurfti átta spor. Hann fékk ekki heilahristing og er tilbúinn í slaginn með íslenska landsliðinu í fyrstu leikjum liðsins í undankeppni EM, samkvæmt umboðsmanni hans, Magnúsi Agnari Magnússyni.
Sævar Atli er í landsliðshópnum í fyrsta skipti fyrir mótsleiki en hann lék sína tvo fyrstu landsleiki í janúar, vináttuleiki gegn Eistlandi og Svíþjóð.
Sævar Atli Magnússon got heavy knock on the head, 8 stiches & no concussion. Ready for the Icelandic national team! Warrior 🇮🇸⭐️👌 pic.twitter.com/4aGQyAFFp0
— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) March 19, 2023