Jóhann Berg Guðmundsson verður fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta er það mætir því bosníska í undankeppni EM annað kvöld. Leikið verður í Zenica.
Arnar Þór Viðarsson staðfesti tíðindin á blaðamannafundi á Bilino Polje-vellinum í Zenica í kvöld.
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er í leikbanni og er því ekki með gegn Bosníu annað kvöld. Fékk Aron rautt spjald í leik gegn Albaníu í Þjóðadeildinni í september á síðasta ári.