Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir því bosníska í fyrsta leik sínum í undankeppni EM í Zenica í Bosníu annað kvöld.
Leikið verður á Bilino Polje-vellinum, sem var byggður árið 1972. Er hann heimavöllur Čelik Zenica.
Innviðir vallarins hafa lítið verið gerðir upp frá byggingu hans og minnir klefinn sem íslenska liðið fær í leiknum helst á leikfimiklefa úr grunnskóla.
Mynd af klefanum má sjá hér fyrir neðan.
Mbl.is er í Zenica og mun gera leiknum góð skil á vefnum, sem og í Morgunblaðinu.
This is not a locker room from a gymnasium in the 90s. This is the dressing room at Bilino Polje where Bosnia will play Iceland tomorrow.#BIHISL pic.twitter.com/vRGbQwyXbL
— BiHFootball (@BiHFootball) March 22, 2023