Litháinn Dontas Rumas dæmir leik Íslands og Bosníu í undankeppni EM karla í fótbolta í Zenica annað kvöld.
Rumas er 35 ára og hefur í tvígang dæmt í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.
Þar dæmdi hann síðast leik Manchester City og Dortmund 5. október. Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson léku báðir með FCK í Manchester.
Landar Rumas verða í hlutverki aðstoðar- og fjórða dómara, en Ítalinn Paolo Valeri sér um myndbandsdómgæslu.
Mbl.is er í Zenica og mun gefa leiknum góð skil á vefnum, sem og í Morgunblaðinu.