Tveir KA-menn, þeir Kári Gautason og Þorvaldur Daði Jónsson, eru gengnir til liðs við Dalvík/Reyni á láni.
Kári er bakvörður sem er fæddur árið 2003. Hann lék sinn fyrsta, og eina, leik með KA í úrvalsdeild karla á síðasta tímabili gegn Leikni úr Reykjavík en seinni hluta sumarsins var hann á láni hjá Magna Grenivík.
Þorvaldur er miðjumaður sem lék með KF í 2. deildinni í fyrra og lék alla leiki liðsins.