Alls hafa 9.000 miðar selst á leik Bosníu og Íslands í undankeppni Evrópumóts karla í fótbolta. Leikurinn hefst klukkan 19:45 að íslenskum tíma og verður leikið í Zenica í Bosníu.
Samkvæmt heimildum mbl.is er Bosnía ekki í áhorfendabanni, þrátt fyrir fréttir þess efnis. Virðist sem svo að Bosnía hafi fengið skilorðsbundið áhorfendabann frá UEFA, fyrir ólæti í útileik gegn Rúmeníu, og má því fylla völlinn.
Bilino Polje-völlurinn rúmar rúmlega 15.000 manns í sæti og er búið að selja 9.000 miða. Enn er eitthvað um laus sæti á í flestum stúkum vallarins, nú þegar um sex klukkutímar eru í leik.