Knattspyrnumennirnir Óskar Borgþórsson og Birkir Eyþórsson hafa skrifað undir nýjan samning við Fylki.
Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum en samningarnir eru báðir til tveggja ára og gilda út keppnistímbilið 2025.
Óskar, sem er tvítugur, er uppalinn í Árbænum og á að baki átta leiki fyrir félagið í efstu deild þar sem hann hefur skorað eitt mark en hann skoraði þrjú mörk í 10 leikjum í 1. deildinni síðasta sumar.
Birkir, sem er 23 ára, er einnig uppalinn hjá félaginu en alls á hann að baki 26 leiki í efstu deild.
Fylkir fagnaði sigri í 1. deildinni síðasta sumar og er því nýliði í Bestu deildinni á komandi keppnistímabili.