Ísland og Bosnía eigast við á Bilino Polje-vellinum í Zenica í undankeppni EM karla í fótbolta klukkan 19:45 í kvöld.
Þrátt fyrir að Bosnía eigi mun stærri völl í höfuðborginni Sarajevo eru flestir heimaleikir leiknir í Zenica, þar sem liðinu hefur gengið sérlega vel.
Bosníska liðið hefur unnið síðustu fjóra leiki sína á vellinum, alla með einu marki. Bosnía tapaði fyrir Georgíu í fyrsta leik síðasta árs á vellinum, en vann síðan fjóra síðustu.
Bosnía vann Lúxemborg í vináttuleik 29. mars, 1:0. Eftir það vann bosníska liðið það rúmenska með sömu markatölu 7. júní í Þjóðadeildinni og svo 3:2-sigur á Finnlandi í sömu keppni viku síðar.
Loks vann Bosnía 1:0-sigur á Svartfjallalandi í þjóðadeildinni 23. september.
Völlurinn í Zenica er orðin gryfja og er ljóst að íslenska liðið á flókið verkefni fyrir höndum í kvöld.