Markvörðurinn Rafael Broetto er genginn til liðs við Vestra á Ísafirði og mun leika með þeim í 1. deildinni á komandi leiktíð.
Brotteo er 32 ára Brasilíumaður sem kemur til Vestra frá Panevezys í Litháen þar sem hann vann meðal annars bikarkeppnina árið 2022.
Áður hefur hann leikið m.a. með Varzim og Marítimo í Portúgal.
„Brassinn er mættur með liðinu til Spánar í æfingaferð sína og mun nú kynnast liðsfélögum sínum og þjálfara vel áður en tímabilið hefst í maí,“ segir Vestri meðal annars í tilkynningunni.