Stjarnan leikur til úrslita í deildabikarkeppni kvenna í knattspyrnu, Lengjubikarnum, en Stjörnuliðið tryggði sér það með sigri á Þrótti í vítakeppni í Þróttheimum í dag.
Venjulegum leiktíma lauk með 1:1 jafntefli liðanna. Jasmín Erla Ingadóttir kom Stjörnunni yfir á 62. mínútu en Katla Tryggvadóttir jafnaði metin á 77.
Því þurfti vítakeppni til að útkljáa málin. Þar vann Stjarnan 5:4 sigur en Stjörnukonur skoruðu úr öllum sínum vítum.
Stjarnan mætir Þór/KA í úrslitaleiknum 1. apríl.