Byrjunarliðið gegn Liechtenstein – Aron snýr aftur og Stefán byrjar

Stefán Teitur Þórðarson er í byrjunarliði Íslands í dag. Hér …
Stefán Teitur Þórðarson er í byrjunarliði Íslands í dag. Hér er hann í baráttunni gegn Bosníu á fimmtudaginn. Ljósmynd/Alex Nicodim

Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson, leikmaður Silkeborg í Danmörku, er í byrjunarliði Íslands gegn Liechtenstein í undankeppni EM í knattspyrnu í dag.

Aron Einar Gunnarsson kemur einnig inn í liðið en hann var í leikbanni gegn Bosníu á fimmtudaginn.

Þeir Aron og Stefán koma inn fyrir þá Daníel Leó Grétarsson og Arnór Ingva Traustason.

Byrjunarlið Íslands í leiknum:

1. Rúnar Alex Rúnarsson

3. Davíð Kristján Ólafsson

4. Guðlaugur Victor Pálsson

7. Jóhann Berg Guðmundsson

8. Hákon Arnar Haraldsson

9. Jón Dagur Þorsteinsson

10. Arnór Sigurðsson

11. Alfreð Finnbogason

16. Stefán Teitur Þórðarson

17. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði

23. Hörður Björgvin Magnússon

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert