Elstur til að skora þrennu fyrir Ísland

Aroni Einari Gunnarssyni fagnað eftir eitt markanna í Vaduz í …
Aroni Einari Gunnarssyni fagnað eftir eitt markanna í Vaduz í dag. Ljósmynd/Alex Nicodim

Aron Ein­ar Gunn­ars­son, landsliðsfyr­irliði í knatt­spyrnu, varð í dag elsti leikmaður­inn sem skor­ar þrennu fyr­ir ís­lenska karla­landsliðið.

Aron er 33 ára og 11 mánaða gam­all og er sá fyrsti sem skor­ar þrennu fyr­ir landsliðið eft­ir að hann verður þrítug­ur.

Arn­ór Guðjohnsen átti ald­urs­metið en hann var 29 ára og 11 mánaða gam­all þegar hann skoraði fjög­ur mörk í sigri Íslands á Tyrklandi, 5:1, í vináttu­lands­leik á Laug­ar­dals­vell­in­um í júlí 1991.

Aron er ell­efti Íslend­ing­ur­inn sem skor­ar þrennu (eða fleiri mörk) í A-lands­leik karla frá upp­hafi en hann er aðeins ann­ar til þess að vinna slíkt af­rek í móts­leik. Fyrstu þrenn­una í móts­leik skoraði Jó­hann Berg Guðmunds­son á eft­ir­minni­leg­an hátt gegn Sviss í undan­keppni HM árið 2013, í leik sem endaði 4:4.

Hinar níu þrenn­urn­ar komu all­ar í vináttu­lands­leikj­um og eru sem hér seg­ir:

4 - Rík­h­arður Jóns­son, Ísland - Svíþjóð 4:3 árið 1951.
4 - Arn­ór Guðjohnsen, Ísland -  Tyrk­land 5:1 árið 1991.
3 - Teit­ur Þórðar­son, Ísland - Fær­eyj­ar 6:0 árið 1975.
3 - Ragn­ar Mar­geirs­son, Ísland - Fær­eyj­ar 9:0 árið 1985.
3 - Þor­vald­ur Örlygs­son, Ísland - Eist­land 4:0 árið 1994
3 - Bjarki Gunn­laugs­son, Eist­land - Ísland 0:3 árið 1996
3 - Helgi Sig­urðsson, Ísland - Malta 5:0 árið 2000
3 - Tryggvi Guðmunds­son, Ind­land - Ísland 0:3 árið 2001
3 - Al­bert Guðmunds­son, Indó­nesía - Ísland 0:6 árið 2018

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert