KA vann Þór, 3:0, í úrslitaleiks Norðurlandsmóts karla í fótbolta, Kjarnafæðismótsins, í Boganum á Akureyri í gærkvöldi.
Ásgeir Sigurgeirsson kom KA yfir í leiknum á 25. mínútu og Hallgrímur Mar Steingrímsson tvöfaldaði forystuna með marki beint úr aukaspyrnu þremur mínútum síðar.
Bróðir Hallgríms, Hrannar Björn Steingrímsson, skoraði svo þriðja mark KA í síðari hálfleik og gulltryggði sigurinn en Ragnar Óli Ragnarsson, leikmaður Þórs, fékk að líta beint rautt spjald á 84. mínútu.
Eins og áður kom fram er þetta sjötta árið í röð sem KA vinnur mótið. Síðasta liðið til að vinna mótið var Þór, eftir sigur á KA í úrslitaleik árið 2017.