U21 karlalandslið Íslands í fótbolta tapaði, 2:1, fyrir jafnöldrum sínum á Írlandi í vináttulandsleik liðanna í Cork í dag.
Kristall Máni Ingason, leikmaður Rosenborg, skoraði mark Íslands á 14. mínútu. Írar jöfnuðu á 24. mínútu og skoruðu sigurmarkið á 83. mínútu.