Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er í liði vikunnar hjá úrslitamiðlinum Sofascore fyrir frammistöðu sína með íslenska landsliðinu í knattspyrnu gegn Liechtenstein í J-riðli undankeppni EM 2024 á sunnudaginn síðasta.
Leiknum lauk með stórsigri íslenska liðsins, 7:0, en Aron Einar, sem lék sem miðvörður í leiknum, gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu.
Aron Einar fær 10 í einkunn hjá miðlinum og þá er Jón Dagur Þorsteinsson, kantmaður íslenska liðsins, einnig í liðinu en hann fékk 9,6 fyrir frammistöðu sína gegn Liechtenstein.
Næstu leikir íslenska liðsins fara fram í júní, þegar liðið fær Slóvakíu og Portúgal í heimsókn á Laugardalsvöll, en Ísland er með þrjú stig í þriðja sæti riðilsins eftir fyrstu tvær umferðir riðlakeppninnar.
🌍 | Team of the Week
— Sofascore (@SofascoreINT) March 29, 2023
Round 2 of the #EURO2024 qualifiers wrapped up yesterday, with this our highest-rated XI! ⬇️
It's been quite a few days for defenders, as Nathan Aké and Aron Gunnarsson share our Player of the Week award having both earned a perfect 🔟 Sofascore rating. 🤝 pic.twitter.com/owDbIqDokb