Blikar gerðu jafntefli við Spánverja

Agla María Albertsdóttir skoraði seinna mark Breiðabliks í dag.
Agla María Albertsdóttir skoraði seinna mark Breiðabliks í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kvennalið Breiðabliks í knattspyrnu gerði jafntefli, 2:2, við spænska liðið Alhama í æfingaleik sem fram fór á Spáni í morgun.

Alhama leikur í efstu deild Spánar og er þar í þrettánda sæti af sextán liðum en liðið komst úr fallsæti með því að sigra Valencia 3:1 á útivelli í deildinni um síðustu helgi.

Birta Georgsdóttir skoraði á 26. mínútu og Blikar voru yfir í hálfleik. Alhama jafnaði, Agla María Albertsdóttir kom Blikum í 2:1 en spænska liðið jafnaði metin fimm mínútum fyrir leikslok.

Breiðablik mætir Val í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna eftir tæpan mánuð, 26. apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert