Bosníuleikurinn vó þyngst

Arnar Þór Viðarsson.
Arnar Þór Viðarsson. Ljósmynd/Alex Nicodim

Slök frammistaða og slæmt tap gegn Bosníumönnum í Zenica á fimmtudaginn í síðustu viku varð Arnari Þór Viðarssyni að falli.

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ sagði við mbl.is í gær, eftir að KSÍ hafði tilkynnt brottrekstur Arnars úr starfi landsliðsþjálfara, að ákvörðunin hafi ekki snúist um einstaka leiki. Bosníuleikurinn hafi þó vissulega haft áhrif. „Hann hafði áhrif, það er ekki hægt að segja neitt annað, en hann var ekki eini áhrifavaldurinn,“ sagði Vanda við mbl.is.

Það er hins vegar nokkuð ljóst að Vanda og stjórn KSÍ höfðu ennþá trú á Arnari Þór Viðarssyni sem þjálfara liðsins fram að leiknum gegn Bosníu. Að öðrum kosti hefði veturinn verið nýttur í að skipta um þjálfara og láta nýjan mann hefja stóra verkefnið sem Arnar hefur í raun verið að undirbúa í tvö ár – undankeppni EM 2024. Núna átti liðið að vera tilbúið, undir hans stjórn, til að ná stóra takmarkinu og komast á EM í Þýskalandi.

Arnar var enn við störf þegar kom að leikjunum við Bosníu og Liechtenstein og ljóst er að ekki var það sjö marka sigurinn gegn Liechtenstein sem varð honum að falli.

Greinina má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert