Erlendir fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um brottrekstur Arnars Þórs Viðarssonar sem þjálfara karlalandsliðsins í fótbolta í gær.
Á meðal þess sem fjölmiðlar fjalla um er sú ákvörðun að reka Arnar eftir 7:0-sigur á Liechtenstein. Belgíski miðilinn Sporza furðar sig á tímasetningunni, en bætir þó við að leikurinn gegn Bosníu hafi verið slæmur.
Þá er fjallað um brottreksturinn í bandaríska miðlinum Today Times, CNA í Singapúr, Sportstar á Indlandi, L‘Équipe í Frakklandi, Blick í Sviss og alþjóðlegu fréttaveitunni Reuters, svo einhverjir miðlar séu nefndir.
Hér fyrir neðan má sjá fyrirsagnir nokkurra erlendra miðla um brottrekstur Arnars.