Guðmundur Benediktsson, fyrrverandi knattspyrnumaður og þjálfari og núverandi íþróttafréttamaður á Stöð 2, tjáði sig um brottrekstur Arnars Þórs Viðarssonar í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag.
Arnar var í gær rekinn sem landsliðsþjálfari karlalandsliðsins, skömmu eftir að Guðmundur lét óánægju sína í ljós vegna ummæli þjálfarans í garð sonar síns, Alberts Guðmundssonar.
Þrátt fyrir það kom brottreksturinn Guðmundi á óvart. „Ákvörðunin og tímasettningin. Ég átti ekki von á þessu,“ sagði Guðmundur.
Arnar stýrði Íslandi til 7:0-útisigurs á Liechtenstein í lokaleik sínum sem þjálfari landsliðsins, en tapaði þar á undan illa á útivelli gegn Bosníu, 0:3.
Hlaðvarpið má m.a. nálgast með því að smella hér.