Selfyssingar hafa fengið mexíkósku knattspyrnukonuna Jimenu López lánaða frá bandaríska atvinnuliðinu OL Reign.
Jimena er 24 ára gömul, leikur sem varnarmaður og hefur spilað með A-landsliði Mexíkó undanfarin fjögur ár en þar á hún 34 landsleiki að baki.
Hún lék sjö leiki með Reign í NWSL-atvinnudeildinni á síðasta tímabili en hefur áður reynt fyrir sér í Evrópu því hún lék tímabilið 2020-21 með Eibar á Spáni. Hún er samningsbundin Reign út tímabilið 2024.