Með slitið krossband

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir.
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, knattspyrnukona í Val, er með slitið krossband og því er ljóst að hún verður fjarri góðu gamni í sumar. Þórdís tilkynnti sjálf um meiðlsin á samfélagsmiðlum.

Þórdís sem gekk til liðs við Val frá Breiðabliki lék virkilega vel með Val á síðasta keppnistímabili er liðið vann bæði Íslands- og bikarmeistaratitilinn. Hún skoraði 6 mörk í 18 leikjum og vann gullbolta Nike sem stoðsendingadrottning Bestu deildarinnar.

„Ótrúlega erfitt og svekkjandi að fá það staðfest rétt fyrir mót að krossbandið sé slitið. En eins og ég sagði síðast “I’ll be back”, “ skrifaði hún á Instagram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert