Alexander aftur til Breiðabliks

Alexander Helgi Sigurðarson og Pablo Punyed í leik Breiðabliks og …
Alexander Helgi Sigurðarson og Pablo Punyed í leik Breiðabliks og Víkings sumarið 2021. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslandsmeistarar Breiðabliks í knattspyrnu karla hafa samið við Alexander Helga Sigurðarson að nýju. Hann lék síðast með uppeldisfélaginu árið 2021 en hélt til Svíþjóðar að því tímabili loknu.

Í Svíþjóð lék Alexander Helgi með Vasalund í C-deildinni og stundaði nám samhliða því.

Nú er miðjumaðurinn öflugi snúinn aftur í Kópavoginn og samkvæmt Fótbolta.net skrifar hann undir tveggja ára samning.

Alexander Helgi verður 27 ára á laugardag og á að baki 51 leik í efstu deild fyrir Breiðablik, þar sem hann hefur skorað fimm mörk.

Einnig á hann tíu leiki og þrjú mörk skoruð fyrir Víking úr Ólafsvík í næstefstu deild, þar sem hann lék í tvígang sem lánsmaður.

Alexander Helgi var ungur á mála hjá AZ Alkmaar í Hollandi en lék ekki fyrir aðalliðið.

Hann fær leikheimild með Breiðabliki á morgun og er því gjaldgengur fyrir leik liðsins gegn Víkingi úr Reykjavík í Meistarakeppni KSÍ annað kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert