Færeyskur liðsauki á leið í Víking

Arnar Gunnlaugsson fær væntanlega færeyskan landsliðsmann í hópinn.
Arnar Gunnlaugsson fær væntanlega færeyskan landsliðsmann í hópinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Færeyski landsliðsmaðurinn Gunnar Vatnhamar er á leiðinni til bikarmeistara Víkings í knattspyrnu.

Þetta kemur fram á Twitter-síðunum FaroeTips og Færösk fodbold í kvöld en Gunnar, sem er 28 ára gamall varnarmaður, mun þá leysa Kyle McLagan af í vörn Víkinga því hann er reyndur leikmaður sem hefur leikið í tíu ár með Víkingi frá Götu í færeyska fótboltanum.

Þá á hann að baki 29 landsleiki fyrir Færeyjar og hefur skorað í þeim tvö mörk.

Kyle McLagan sleit krossband í hné á dögunum og verður ekkert með Víkingum á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert