Keflavík í viðræðum við KR-inga

Stefan Ljubicic skoraði eitt mark í 18 leikjum með KR …
Stefan Ljubicic skoraði eitt mark í 18 leikjum með KR í Bestu deildinni síðasta sumar. mbl.is/Óttar Geirsson

Knattspyrnumaðurinn Stefan Alexander Ljubicic er að öllum líkindum að ganga til liðs við uppeldisfélag sitt Keflavík.

Þetta tilkynnti Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflvíkinga, í samtali við Vísi.is í dag.

Framherjinn, sem er 23 ára gamall, er samningsbundinn KR í Vesturbænum en samningur hans þar gildir út keppnistímabilið 2025.

Keflvíkingar eru hins vegar bjartsýnir á að gengið verði frá félagskiptum leikmannsins á næstu dögum.

Hann hefur einnig leikið með Grindavík og HK hér á landi en alls á hann að baki 62 leiki í efstu deild þar sem hann hefur skorað tíu mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert