Selfoss heldur áfram að styrkja sig

Sigríður Theódóttir Guðmundsdóttir kemur til Selfoss frá Val.
Sigríður Theódóttir Guðmundsdóttir kemur til Selfoss frá Val. Ljósmynd/Valur

Knattspyrnukonan Sigríður Theódóttir Guðmundsdóttir er gengin í raðir Selfoss að láni frá Íslands- og bikarmeisturum Vals. Lánssamningurinn gildir út komandi tímabil.

Sigríður er 18 ára gömul, uppalin hjá Val og kom við sögu í sjö leikjum hjá liðinu í Bestu deildinni á síðasta tímabili.

„Við erum mjög spennt að fá Siggu til liðs við okkur til að auka breiddina á miðjunni hjá okkur. Hún er mjög efnileg og fjölhæf og mun gefa okkur nýja vídd inni á miðjunni,“ sagði Björn Sigurbjörnsson þjálfari Selfoss í tilkynningu frá knattspyrnudeild félagsins.

Selfoss samdi á dögunum við hina gríðarlega efnilegu Emelíu Óskarsdóttur, sem kemur að láni frá sænska úrvalsdeildarliðinu Kristianstad.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert