Þórhildur til Keflvíkinga

Þórhildur Ólafsdóttir, númer 19, fagnar marki með ÍBV á síðasta …
Þórhildur Ólafsdóttir, númer 19, fagnar marki með ÍBV á síðasta tímabili. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Knattspyrnukonan Þórhildur Ólafsdóttir frá Vestmannaeyjum er gengin til liðs við Keflvíkinga.

Þórhildur er 32 ára gömul og er eiginkona Jonathans Glenns, þjálfara Keflvíkinga, en hún hætti hjá ÍBV þegar honum var sagt upp störfum sem þjálfara Eyjaliðsins eftir síðasta tímabil.

Hún tók fram skóna eftir fjögurra ára hlé fyrir síðasta tímabil og spilaði 12 leiki með ÍBV í Bestu deildinni. Samtals hefur hún leikið 87 leiki í efstu deild, með ÍBV og Þór/KA, og skorað í þeim 11 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert