Íslenska U19 ára landslið kvenna í fótbolta hafði betur gegn Danmörku, 1:0, í fyrsta leik milliriðla EM í dag. Leikið var á Køge-vellinum í Køge.
Bergdís Sveinsdóttir, sem leikur með Víkingi úr Reykjavík, skoraði sigurmark Íslands á 64. mínútu, aðeins mínútu eftir að hún kom inn á sem varamaður.
Ísland er í 5. riðli ásamt Svíþjóð, Úkraínu og Danmörku. Danmörk vann Úkraínu, 5:0, í fyrsta leik dagins. Efsta lið riðilsins fer áfram á lokamótið í Belgíu, 18.-30. júlí.
Næsti leikur Íslands er gegn Svíþjóð á laugardag og þriðji og síðasti leikurinn gegn Úkraínu næstkomandi þriðjudag.
Byrjunarlið Íslands í dag:
Fanney Inga Birkisdóttir
Birna Kristín Björnsdóttir
Jakobína Hjörvarsdóttir
Emelía Óskarsdóttir
Mikaela Nótt Pétursdóttir
Katla Tryggvadóttir
Snædís María Jörundsdóttir (Eyrún Embla Hjartardóttir 82.)
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir (Bergdís Sveinsdóttir 63.)
Sædís Rún Heiðarsdóttir
Íris Héðinsdóttir Gonzales
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Sigríður Th. Guðmundsdóttir 87.)