Kominn heim til Keflavíkur

Stefan Ljubicic í leik með KR-ingum í fyrra.
Stefan Ljubicic í leik með KR-ingum í fyrra. mbl.is/Óttar Geirsson

Knattspyrnumaðurinn Stefan Ljubicic er genginn til liðs við uppeldisfélagið sitt, Keflavík, eftir að hafa leikið með KR-ingum á síðasta tímabili.

Stefan er 23 ára gamall sóknarmaður sem lék 17 leiki með yngri landsliðum Íslands. Hann spilaði fyrst 15 ára með meistaraflokki Keflavíkur, þrjá leiki í efstu deild, en fór síðan þaðan til Brighton og lék þar með unglingaliðum og var lánaður til utandeildaliðanna Bognor Regis og Eastbourne.

Hann lék með Grindavík hálft tímabil, var í stuttan tíma í röðum Riga í Lettlandi, en kom svo til liðs við HK og lék með Kópavogsliðinu 2020 og 2021. Hann gekk síðan til liðs við KR-inga fyrir síðasta tímabil.

Stefan á að baki 62 leiki í efstu deild hér á landi og hefur skorað í þeim 10 mörk. Af þeim skoraði hann sjö fyrir HK.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert