Landsbyggðarliðin víxla á heimaleikjum

KA og ÍBV mætast í 2. umferð Bestu deildarinnar hinn …
KA og ÍBV mætast í 2. umferð Bestu deildarinnar hinn 15. apríl. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

KA og ÍBV hafa víxlað heimaleikjum sínum en liðin mætast í 2. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu hinn 15. apríl.

Til stóð að leikurinn færi fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum sem er grasvöllur en leikurinn mun þess í stað fara fram á Greifavellinum, sem er gervigras, á Akureyri.

Liðin mætast svo á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum hinn 28. júní í 13. umferð deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert