Hörður snýr heim í Hafnarfjörðinn

Hörður Ingi Gunnarsson í leik með FH.
Hörður Ingi Gunnarsson í leik með FH. mbl.is/Sigurður Unnar Ragnarsson

Knattspyrnumaðurinn Hörður Ingi Gunnarsson er genginn til liðs við FH á ný eftir eins árs fjarveru í Noregi. 

Hörður, sem er að upplagi bakvörður, fór frá FH til Sogndal í byrjun síðasta árs og lék 23 leiki með norska félaginu í B-deildinni þar sem hann skoraði tvö mörk. Hörður er uppalinn FH-ingur og á að baki 66 leiki í efstu deild, flesta með FH en einnig með ÍA og Víkingi Ólafsvík. Þá hefur hann leikið með bæði ÍA og HK í 1. deild.

FH-ingurinn á að auki tvo A-landsleiki að baki og mun styrkja vörn FH til muna. Hann verður að öllum líkindum klár í slaginn gegn Fram í fyrsta leik úrvalsdeildarinnar á mánudaginn kemur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert