Hörkuslagur um Evrópusæti?

Stefán Árni Geirsson og Dusan Brkovic eigast við í leik …
Stefán Árni Geirsson og Dusan Brkovic eigast við í leik KA og KR á síðustu leiktíð. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

KA, KR og Stjarnan komast í efri hluta Bestu deildar karla í fótbolta fyrir lokasprett tímabilsins í haust en blanda sér ekki í baráttuna um meistaratitilinn. KA er líklegast til að ná fjórða sætinu sem gæti gefið Evrópusæti fyrir sumarið 2024.

Þetta er niðurstaðan í hinni árlegu spá Árvakurs um lokastöðu Bestu deildar karla þar sem 28 manns tóku þátt, starfsfólk Morgunblaðsins, mbl.is og K100, ásamt lausapennum og fréttariturum sem fjalla um leiki deildarinnar.

Í fyrra endaði KA í öðru sæti, KR í fjórða og Stjarnan í fimmta sæti deildarinnar.

KA fékk 239 stig í spánni, KR 221 og Stjarnan 184. Eins og fram hefur komið í blaðinu síðustu tvo daga fékk FH 179 stig, Fram 140, ÍBV 129, Keflavík 90, Fylkir 75 og HK 68 stig í sex neðstu sætunum. 

Í laugardagsblaðinu kemur síðan í ljós röð þriggja efstu liðanna, sem í stafrófsröð verða Breiðablik, Valur og Víkingur.

KA og KR, sem spáð er fjórða og fimmta sæti, mætast einmitt í fyrstu umferð deildarinnar á Akureyri á mánudaginn og Stjarnan fær Víking í heimsókn um kvöldið.

Nán­ari um­fjöll­un um liðin þrjú má lesa á íþrótt­asíðum Morg­un­blaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert